Í kvöld fór fram úrslitaleikur á Heimsmeistaramóti karla en úrslitaleikurinn fór fram í Torino á Ítalíu.

Það voru ríkjandi heimsmeistarar Póllands sem mættu Brasilíu í úrslitum í kvöld og var fyrirfram búist við sigri Brasilíu sem fór nokkuð auðvelt í gegnum undanúrslit þegar þeir sigruðu Serbíu 3-0. Pólverjar mættu hinsvegar Bandaríkjunum í gærkvöldi og fór sá leikur í 5 hrinur og því búist við nokkuð þreyttum pólverjum í leikinn í kvöld.
Það var hinsvegar ekki að sjá því að Pólland byrjaði leikinn af miklum krafti með sterkum sigri í hörku hrinu sem endaði 28-26. Ekki skánaði það fyrir Brasilíu þegar Pólland vann aðra hrinu 25-20 og komu sér í góða stöðu.
Brasilía hafði ekki farið í gegnum leik á HM án þess að vinna hrinu í síðustu 28 leikjum, það leit því ekki vel út fyrir þá þegar pólverjar virtust ætla að kaffæra þeim í þriðju hrinu en Pólland byrjaði hrinuna af miklum krafti og komst ekkert framhjá öflugri hávörn Póllands. Þá var þjálfari Brasilíu í einhverri tilraunarstarfsemi með stórstjörnu liðsins Bruno, uppspilara og fyrirliða Brasilíu á bekknum.
Pólland náði góðri forystu í þriðju hrinu og virtist allt stefna í öruggan sigur en brassarnir komu þó til baka og buðu uppá hörku endasprett sem lauk þó með sigri Póllands 25-23.
Pólland ver því heimsmeistaratitil sinn frá árinu 2014 eftir 3-0 sigur á Brasilíu.
Heilt yfir var leikur Póllands mun agaðri og þá var sóknarleikur liðsins mikið öflugri en hjá Brasilíu. Brassarnir virtust ekki hafa neina orku né trú á leiknum á meðan þeir pólsku gáfu ekkert eftir.
Stigahæstur í leiknum var Bartosz Kurek leikmaður Póllands með 24 stig. Stigahæstur í liði Brasilíu var Wallace De Souza með 14 stig.
Að venju var valið draumalið að móti loknu og voru það eftirfarnadi leikmenn:
Besti kantur: Michal Kubiak – Pólland
2. Besti kantur: Douglas Souza – Brasilía
Besta miðja: Piotr Nowakowski – Pólland
2. Besta miðja: Lucas Saatkamp – Brasilía
Besti uppspilari: Micah Christenson – Bandaríkin
Besti frelsingi: Pawel Zatorski – Pólland
Besti Díó: Matthew Anderson – Bandaríkin
MVP: Bartosz Kurek – Pólland