[sam_zone id=1]

Hverjir verða Heimsmeistarar karla 2018 ?

Úrslitaleikur á Heimsmeistaramóti karla fer fram í kvöld en leikið er í Turin á Ítalíu.

Það eru þrefaldir heimsmeistarar Brasilíu sem mæta ríkjandi heimsmeisturum Póllands í úrslitum í kvöld en þessi lið mættust einnig árið 2014 í Póllandi en þar höfðu heimamenn betur 3-1.

Brasilía

Brasilía hefur alls 3 sinnum orðið heimsmeistari en það gerði liðið 3 skipti í röð, 2002, 2006 og 2010. Þetta er í fimmta skipti sem Brasilía kemst í úrslitaleik heimsmeistaramótsins en liðið hefur alls unnið til 5 verðlauna (3 gull og 2 silfur).

Brasilía hafði betur gegn Serbíu í undanúrslitum í gær en Brasilía vann leikinn 3-0 (25-22, 25-21, 25-22).

Stigahæsti leikmaður Brasilíu til þessa er Wallace De Souza leikmaður SESC-RJ í Brasilíu en hann hefur skorað 143 stig á mótinu til þessa.

Pólland

Pólland eru ríkjandi heimsmeistarar en Pólland hafði betur 3-1 gegn Brasilíu í úrslitum árið 2014.  Pólland varð einnig heimsmeistari árið 1974. Alls hafa pólverjar þrisvar sinnum komist í úrslit en árið 2006 töpuðu þeir úrslitaleiknum gegn Brasilíu 3-0 þegar leikið var í Japan.

Pólland mætti Bandaríkjunum í undanúrslitum í gær og hafði þar betur 3-2 (25-22, 20-25, 23-25, 15-11)

Stigahæsti leikmaður Póllands til þessa er Bartosz Kurek leikmaður Stocznia Szczecin í Póllandi en hann hefur skorað 147 stig á mótinu til þessa.

Leikurinn er því miður ekki sýndur á íslenskum sport rásum en hann er hinsvegar hægt að finna á hinum ýmsu erlendu rásum eins og t.d. Rai 1 eða 2 (Ítalía). Polsat Sport (Pólland), TV Globo (Brasilía).

Gegn smá þolinmæði næst Polsat Sport hér

En að öðru leiti má sjá linka á streymi yfir leiknum þegar nær dregur hér.