[sam_zone id=1]

HM kvenna 2018: Holland með sigur í stórleik dagsins

Stelpurnar héldu áfram leik í dag þar sem heil umferð fór fram. Það var stórleikur í A-riðli þar sem heimakonur í Japan tóku á móti Hollendingum en bæði þessi lið ætla sér stóra hluti á þessu móti.

Leikurinn stóð svo sannarlega undir væntingum og stóð yfir í tæpa þrjá tíma. Hollendingar byrjuðu betur og unnu fyrstu hrinu eftir mikla barráttu og upphækkun 25-27, Japanir voru þó ekki á því að gefa neitt eftir og unnu næstu hrinu örugglega 25-16. Þriðja hrinan var aftur jöfn og spennandi og aftur þurfti upphækkun til að skera úr um sigurvegara og aftur voru það Hollendingar sem höfðu betur nú 26-28. Japanir komu til baka og tryggðu sér oddahrinu en í oddahrinunni voru það Hollendingar sem voru sterkari og unnu með minnsta mun 13-15 og þar með leikinn 3-2.

Kenýa náði síðan ekki að fylgja eftir sögulegum sigri sínum í gær en þær mættu offjörlum sínum er lið Serbíu sigraði þær örugglega 3-0. Annars voru önnur úrslit eftir bókinni, þó að Tæland hafi verið nálægt því að ná í annan óvæntan sigur en þær töpuðu í oddahrinu fyrir Rússum.

Leikir dagsins:

Riðill A

Kamerún-Þýskaland 0-3 (14-25, 10-25, 16-25)
Stigahæstar: Lisa Grunding Þýskaland 10 stig, Estelle Adiana Kamerún 9 stig.

Argentína-Mexíkó 0-3 (20-25, 23-25, 23-25)
Stigahæstar: Samantha Bricio Mexíkó 21 stig, Julieta Lazcano Argentína 10 stig.

Japan-Holland 2-3 (25-27, 25-16, 26-28, 25-19, 13-15)
Stigahæstar: Ai Kurogo Japan 25 stig, Anne Buijs Holland 21 stig.

Riðill B

Kanada-Ítalía 0-3 (15-25, 15-25, 18-25)
Stigahæstar: Paola Egonu Ítalía 18 stig, Alexa Gray Kanada 14 stig.

Kúba-Búlgaría 0-3 (10-25, 20-25, 14-25)
Stigahæstar: Gergana Dimitrova Búlgaría 11 stig, Diaris Ramos Kúba 11 stig.

Tyrkland-Kína 0-3 (18-25, 23-25, 23-25)
Stigahæstar: Ebrar Karakurt Tyrkland 16 stig, Zhu Ting Kína 16 stig.

Riðill C

Bandaríkin-Trinidad og Tóbagó 3-0 (25-11, 25-11, 25-11)
Stigahæstar: Michelle Bartsch-Hackley Bandaríkin 15 stig, Channon Thompson Trinidad og Tóbagó 8 stig.

Azerbaijan-Suður-Kórea 3-1 (25-18, 25-18, 23-25, 25-18)
Stigahæstar: Polina Rahimova Azerbaijan 24 stig, Kim Yeon Koung Suður-Kórea 19 stig.

Tæland-Rússland 2-3 (25-21, 25-17, 13-25, 21-25, 9-15)
Stigahæstar: Nataliya Goncharova Rússland 30 stig, Pimpichaya Kokram Tæland 19 stig.

Riðill D

Brasilía-Dóminíska Lýðveldið 3-0 (25-15, 25-20, 25-22)
Stigahæstar: Gabriela Guimaraes Brasilía 15 stig, Gaila Lopez Dóminsíka Lýðveldið 10 stig.

Kazakstan-Púertó Ríkó 0-3 (21-25, 15-25, 22-25)
Stigahæstar: Daly Santana Púertó Ríkó 16 stig, Sana Anarkulova Kazakstan 8 stig.

Kenýa-Serbía 0-3 (16-25, 9-25, 8-25)
Stigahæstar: Jovana Stevanovic Serbía 9 stig, Mercy Moim Kenýa 7 stig.

Öll úrslit og tölfræði má sjá hér.