[sam_zone id=1]

HM 2018 : Holland með annan óvæntan sigur

HM karla hélt áfram í dag með frábærum leikjum og þar stóð hæst maraþonleikur Hollands og Frakklands.

Fyrsta umferð heimsmeistaramótsins er langt komin og hafa liðin ýmist spilað þrjá eða fjóra leiki. Hvert lið spilar fimm leiki í þessari umferð og ráðast úrslitin endanlega á þriðjudag þegar síðustu leikir umferðarinnar fara fram. Í gær sigruðu Hollendingar Brasilíu og þeir gerðu enn betur og sigruðu Frakka í dag. Fjögur lið úr hverjum riðli halda keppni áfram en staða liðanna eftir þessa fyrstu umferð raðar þeim í styrkleikaröð fyrir næstu umferð mótsins. Því er mikilvægt fyrir liðin að ná sem bestum árangri til að sleppa við stórþjóðir í annarri umferð mótsins.

Stöðu riðlanna má sjá með því að smella hér en að neðan má sjá samantekt yfir úrslit dagsins í dag.

Úrslit dagsins

A-riðill

Japan 1-3 Belgía (25-14, 23-25, 14-25, 19-25). Yuji Nishida skoraði 20 stig fyrir Japan, þar af 6 beint úr uppgjöf. Bram Van Den Dries var stigahæstur í liði Belgíu með 18 stig.

Dóminíska lýðveldið 0-3 Ítalía (12-25, 18-25, 15-25). Henry Antonio Lopez Capellan skoraði 12 stig fyrir Dóminíska lýðveldið en Osmany Juantorena skoraði 17 stig fyrir Ítalíu.

B-riðill

Kína 1-3 Egyptaland (26-28, 24-26, 25-17, 21-25). Jiang Chuan átti stórleik og skoraði 28 stig fyrir Kína en Ahmed Abdelhay skoraði 23 stig fyrir Egyptaland.

Holland 3-2 Frakkland (23-25, 19-25, 25-21, 25-23, 15-13). Nimir Abdel-Aziz skoraði 31 stig fyrir Holland og er þar með annar leikmaður mótsins til að skora 30 stig eða meira, á eftir Maurice Torres frá Púertó Ríkó. Stephen Boyer skoraði 21 stig fyrir Frakkland.

C-riðill

Kamerún 0-3 Bandaríkin (18-25, 20-25, 14-25). David Patrick Feughouo skoraði 10 stig fyrir Kamerún en Matt Anderson og Taylor Sander skoruðu 9 stig hvor fyrir Bandaríkin.

Serbía 3-1 Ástralía (25-20, 21-25, 25-17, 25-19). Srecko Lisinac skoraði 18 stig fyrir Serbíu en Max Staples var stigahæstur í liði Ástrala með 12 stig.

D-riðill

Púertó Ríkó 2-3 Finnland (19-25, 23-25, 29-27, 25-21, 10-15). Maurice Torres átti ótrúlegan leik fyrir Púertó Ríkó en hann skoraði 37 stig í leiknum og er jafnframt fyrsti leikmaðurinn til þess að rjúfa 30 stiga múrinn á mótinu. Hjá Finnlandi var Elviss Krastins stigahæstur með 18 stig.

Kúba 0-3 Búlgaría (22-25, 16-25, 18-25). Miguel David Gutierrez Suarez skoraði 13 stig fyrir Dóminíska lýðveldið en Búlgarinn Nikolay Uchikov var stigahæstur allra með 17 stig.