[sam_zone id=1]

Jóna Guðlaug skrifar undir hjá Hylte/Halmstad Volley

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í blaki hefur skrifað undir samning hjá sænska liðinu Hylte/Halmstad Volley. Hylte/Halmstad var Svíþjóðarmeistari á síðasta tímabili og því ætti Jóna Guðlaug og liðsfélagar hennar að vera í toppbaráttunni þetta tímabilið.

Síðustu tvö tímabil hefur Jóna Guðlaug spilað fyrir Örebro Volley, einnig í sænsku deildinni. Örebro Volley endaði í þriðja sæti í deildinni í fyrra og lið Engelholm í öðru sæti. Fyrsti leikur Jónu og liðsfélaga hennar í Hylte/Halmstað verður 29. september á móti Svedala.