[sam_zone id=1]

U17 og U19 kvenna hefja æfingar um helgina

Unglingalandslið U17 og U19 kvenna byrja um helgina á æfingum fyrir komandi verkefni. Liðin taka þátt í NEVZA keppnum í haust í IKAST og Kettering líkt og mörg undanfarin ár.

Blaksambandið gekk frá ráðningu þjálfara fyrir liðin í ágúst ásamt nýjum tæknistjóra fyrir kvennablak á Íslandi. Ana María Vidal Bouza er nýr tæknistjóri hjá sambandinu og verður hún sjálf aðalþjálfari U17 stúlkna. Með henni verður Sladjana Smiljanic, sem hefur verið hjá Völsungi undanfarin tvö ár. Verða þær með æfingarnar um helgina í Hveragerði fyrir U17 stúlkur.

Emil Gunnarsson er aðalþjálfari U19 liðsins og með honum verður Lárus Jón Thorarensen til aðstoðar. Æfingar U19 liðsins verða einnig um helgina í Hveragerði.

Enn á eftir að ganga frá ráðningu fyrir U17 drengina en Massimo Pistoia þjálfar U19 drengi.

U17 ára landsliðin fara til IKAST í Danmörku 14. október og spila í NEVZA móti alla þá viku og koma heim föstudaginn 19. október. U19 ára liðin fara til Kettering í Englandi 25. október og spila í NEVZA móti þá helgi og koma heim að kvöldi 29. október.

 

Frétt tekin af heimasíðu Blaksambandsins www.bli.is