[sam_zone id=1]

HM 2018 : Brasilía sigraði Frakkland 3-2 í stórleik dagsins

Í dag fóru fram 8 leikir á HM karla. Tveir leikjanna fóru í oddahrinu og annar þeirra var stórleikur Brasilíu og Frakklands.

Brasilía og Frakkland eru í B-riðli mótsins en þar er einnig sterkt lið Kanada. Brasilía stendur nú vel að vígi í riðlinum eftir sigra á Egyptalandi og Frakklandi en einungis 2 lið af 6 í hverjum riðli falla úr keppni eftir þessa fyrstu umferð. Í A-riðli náði Ítalía í mikilvægan sigur gegn Belgíu en þeir voru taldir helsti keppinautur Ítalíu í riðlinum. Núverandi heimsmeistarar Póllands náðu einnig í sinn annan sigur í dag en þeir sigruðu Púertó Ríkó örugglega.

Engir stórslagir eru á dagskrá á morgun en þó er af nægu að velja þar sem alls fara 8 leikir fram. Rússland, Argentína, Búlgaría og Frakkland verða öll í eldlínunni og fara hlutirnir að skýrast betur í riðlinum eftir þennan þriðja leik liðanna.

Úrslit dagsins

A-riðill

Dóminíska lýðveldið 0-3 Japan (20-25, 16-25, 16-25). Yuki Ishikawa skoraði 18 stig fyrir Japan en Henry Antonio Lopez Capellan skoraði 14 stig fyrir Dóminíska lýðveldið.

Ítalía 3-0 Belgía (25-20, 25-17, 25-16). Ivan Zaytsev var öflugur í liði Ítalíu með 20 stig en Sam Deroo og Bram Van Den Dries skoruðu 7 stig hvor fyrir Belga.

B-riðill

Egyptaland 0-3 Kanada (25-27, 28-30, 19-25). Nicholas Hoag skoraði 24 stig fyrir Kanada en Ahmed Shafik var stigahæstur Egypta með 17 stig.

Brasilía 3-2 Frakkland (25-20, 25-20, 21-25, 23-25, 15-12). Wallace De Souza skoraði 20 stig fyrir Brasilíu en Earvin Ngapeth, sem kom aftur í liðið í dag eftir meiðsli, skoraði 22 stig fyrir Frakkland.

C-riðill

Ástralía 2-3 Bandaríkin (23-25, 20-25, 25-22, 25-23, 10-15). Ástralinn Lincoln Alexander Williams var stigahæstur allra með 21 stig en Matt Anderson skoraði 20 stig fyrir Bandaríkin.

Kamerún 0-3 Serbía (28-30, 16-25, 17-25). Nathan Wounembaina skoraði 13 stig fyrir Kamerún og Drazen Luburic skoraði 19 stig fyrir Serbíu.

D-riðill

Púertó Ríkó 0-3 Pólland (14-25, 12-25, 15-25). Aleksander Sliwka skoraði 13 stig fyrir Pólland en Maurice Torres var stigahæstur í liði Púertó Ríkó með 8 stig.

Íran 3-1 Búlgaría (25-22, 25-20, 22-25, 25-19). Mohammadjavad Manavinezhad skoraði 21 stig fyrir Íran en Todor Skrimov skoraði 18 stig fyrir Búlgaríu.