[sam_zone id=1]

Ítalía og Búlgaría með sigra í fyrstu leikjum sínum á HM

Opnunarleikir HM karla fóru fram í kvöld þegar mótshaldarar Ítalíu og Búlgaríu léku fyrstu leiki mótsins.

Ítalir mættu Japan í fyrsta leik mótsins en leikið var á útivelli í Róm. Venjulega er spilað tennis á vellinum en dúkur var lagður á hann fyrir þennan mikilvæga opnunarleik. Völlurinn tekur 11 þúsund manns í sæti og myndaðist skemmtileg stemning yfir leiknum. Ítalir byrjuðu betur og sigruðu fyrstu tvær hrinur leiksins en Japanir voru þó ekki langt undan. Japanir fengu 20 stig í fyrstu hrinunni og 21 í annarri hrinu. Þeir komust enn nær í þeirri þriðju en Ítalir sigruðu hana þó að lokum, 25-23.

Búlgaría mætti Finnlandi í borginni Varna. Heimamenn sigruðu fyrstu hrinu, 25-21, þrátt fyrir mikla baráttu finnska liðsins. Þeir héldu uppi góðum leik sínum í annarri hrinunni og sigruðu hana einnig, 25-19, og voru þá komnir í þægilega stöðu í leiknum. Þriðja hrinan var sú jafnasta í leiknum en Finnar gáfu eftir í lok hrinunnar og Búlgaría tryggði sér sigur í leiknum með því að vinna hrinuna 25-22.

Næstu leikir verða ekki fyrr en miðvikudaginn 12. september en þá fara 10 leikir fram.

Úrslit dagsins

A-riðill

Ítalía 3-0 Japan (25-20, 25-21, 25-23). Ivan Zaytsev og Osmany Juantorena eru öflugustu sóknarmenn ítalska liðsins og mun mikið mæða á þeim í leikjum liðsins. Zaytsev skoraði 13 stig í dag en Juantorena bætti við 11. Issei Otake skoraði 10 stig fyrir Japan.

D-riðill

Búlgaría 3-0 Finnland (25-19, 25-20, 25-22). Stigahæstur í liði Búlgaríu var Valentin Bratoev með 15 stig en Urpo Sivula skoraði 10 stig fyrir Finnland.