[sam_zone id=1]

Haustmót BLÍ fer fram í Mosfellsbæ

Haustmót BLÍ er haldið í upphafi hvers tímabils og að þessu sinni fer mótið fram dagana 22.-23. september í Mosfellsbæ.

Mótið markar upphaf nýs tímabils og er ekki óalgengt að lið nýti mótið til að skoða sín mál eftir sumarið. Blakdeild Aftureldingar sér um mótshaldið þetta árið og er skráning á mótið nú þegar hafin en henni lýkur á miðnætti þriðjudagskvöldið 18. september. Skipt verður í deildir og verður liðum því raðað eftir styrkleika. Alla jafna taka úrvalsdeildarliðin á höfuðborgarsvæðinu öll þátt auk fjölmargra liða sem leika í neðri deildum Íslandsmótsins.

Facebook-viðburð mótsins má finna með því að smella hér en þar er allar upplýsingar um skráningu að finna.