[sam_zone id=1]

Theódór Óskar snýr heim í HK

Theódór Óskar Þorvaldsson er aftur kominn til liðs við uppeldisfélag sitt HK. Theódór lék í Noregi síðastliðið tímabil.

 

Lið HK heldur áfram að styrkja sig fyrir veturinn og nú hefur Theódór Óskar ákveðið að leika með liðinu í vetur. Theódór lék með liði BK Tromsø á síðasta tímabili en heldur nú heim í HK. Síðast þegar Theódór lék með HK varð liðið Íslandsmeistari og það verður fróðlegt að sjá hvort lið HK geti lagt atlögu að titlinum þetta árið. Theódór er kantsmassari og kemur til með að styrkja sóknarleik HK gífurlega. Hann er einnig sterkur í hávörn enda fyrrum miðjumaður.

Áður hafði HK fengið Benedikt Baldur Tryggvason til liðs við sig og er því ljóst að liðið er vel mannað í kantstöðunni. Mizunodeildirnar hefjast í október en næst á dagskrá er Haustmót BLÍ, sem fer fram dagana 22. og 23. september næstkomandi.