[sam_zone id=1]

Ævarr Freyr með BK Marienlyst

Akureyringurinn Ævarr Freyr Birgisson mun leika með liði BK Marienlyst í Danmörku á komandi tímabili.

 

Ævarr er fluttur til Odense í Danmörku og mun leika með liði Marienlyst í vetur. Liðið hefur unnið fjölmarga titla síðustu ár og urðu bikarmeistarar í byrjun ársins 2018. Ævarr lék áður með KA á Íslandi en þar vann hann alla þá titla sem í boði voru en lið KA nældi í hina svokölluðu þrennu síðastliðið tímabil þar sem liðið varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari. Þetta verður því góð og spennandi áskorun fyrir hann en lið Marienlyst mun eflaust berjast í efri hluta dönsku deildarinnar eins og það hefur gert undanfarin ár.

Ævarr er nú þegar kominn á fullt með Marienlyst.

Lið Marienlyst er ungt þetta árið en þó sterkt. Ævarr spilar venjulega sem kantsmassari en getur einnig leyst stöðu frelsingja ef þess þarf. Ævarr er ekki fyrsti Íslendingurinn sem leikur með liði Marienlyst en á síðustu árum hafa bræðurnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir leikið með liðinu sem og Matthías Haraldsson.