[sam_zone id=1]

Benedikt Baldur Tryggvason í HK

Karlalið HK er heldur betur að styrkja sig fyrir veturinn en Benedikt Baldur Tryggvason er gengin til liðs við félagið.

Benedikt var 4. stigahæsti leikmaður Mizunodeildar karla í fyrra með 170 stig í 14 leikjum en Benedikt lék þá með Stjörnunni. Aðeins erlendir leikmenn skoruðu fleiri stig en Benedikt og því nokkuð ljóst að HK er að næla sér í einn besta íslenska leikmann deildarinnar. Benedikt hefur spilað bæði stöðu kannts og díó en Benedikt er öflugur móttökumaður og því mikil fjölbreytni sem HK nælir sér í með komu hans.

Benedikt hefur spilað 22 leiki fyrir A landslið Íslands en hann tók sér frí frá landsliðinu í sumar og verður fróðlegt að sjá hvort hann komi af krafti inní liðið um áramótin.