[sam_zone id=1]

Steinunn Helga fær silfurmerki BLÍ

Steinunn Helga Björgólfsdóttir spilaði sinn fimmtugasta landsleik á síðasta sunnudag þegar Ísland mætti Ísrael í undankeppni EM. Stefán Jóhannesson, varaformaður Blaksambandsins og formaður landsliðsnefndarinnar, afhenti Steinunni silfurmerkið eftir leikinn.

Steinunn er tíundi leikmaðurinn til þess að spila 50 landsleiki fyrir Ísland. Hún er því núna tíundi leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi. Hér fyrir neðan er listi yfir 10 leikjahæstu leikmenn íslenska landsliðsins frá upphafi.


Nafn Fjöldi landsleikja
Fríða Sigurðardóttir 113
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir 76
Karen Björg Gunnarsdóttir 74
Birta Björnsdóttir 68
Oddný Erlendsdóttir 66
Birna Hallsdóttir 64
Hjördís Eiríksdóttir 63
Elsa Sæný Valgeirsdóttir 55
Ingibjörg Gunnarsdóttir 54
Steinunn Helga Björgólfsdóttir 50