[sam_zone id=1]

Ventseslava Marinova til Aftureldingar

Ventseslava Marinova hefur gengið aftur til liðs við Aftureldingu, en hún gengur til liðsins frá HK þar sem hún hafði spilað síðan 2014.

Ventseslava spilaði síðast með Aftureldingu 2011-2012 og hluta af tímabilinu 2013. Ventseslava kemur til með að verða liðinu mikill liðsstyrkur en hún á einnig á bakinu 3 landsleiki fyrir Ísland.