[sam_zone id=1]

Strákarnir komnir til Svartfjallalands

Íslenska karlalandsliðið ferðaðist í dag til Svartfjallalands og var lagt af stað snemma í morgun. Ferðin var löng og lauk um kl. 19 á staðartíma.

 

Drengirnir flugu til höfuðborgar Svartfjallalands, Podgorica, með stoppi í Kaupmannahöfn. Þar tóku mótshaldarar á móti liðinu og haldið var til strandborgarinnar Bar með rútu. Liðið mætir heimamönnum í Svartfjallalandi á morgun kl. 17 að staðartíma (15 á ÍSL tíma) og er leikurinn í beinni útsendingu á Laola1.tv , eins og allir leikir í undankeppni EM. Svartfellingar sigruðu Slóvakíu 3-0 síðasta sunnudag og því er ljóst að hin þrjú lið riðilsins (Svartfjallaland, Slóvakía og Moldavía) eru öll gríðarsterk og munu gera íslensku strákunum erfitt fyrir.

Eftirfarandi er leikmannahópur Íslands :

1 Andreas Hilmir Halldórsson
2 Bjarki Benediktsson*
3 Lúðvík Már Matthíasson
4 Kristján Valdimarsson
8 Hafsteinn Valdimarsson, fyrirliði
9 Alexander Arnar Þórisson
10 Felix Þór Gíslason
14 Galdur Máni Davíðsson
16 Máni Matthíasson
20 Arnar Birkir Björnsson
Valþór Ingi Karlsson

*Gæti leikið sinn fyrsta landsleik