[sam_zone id=1]

Kvennalandsliðið mætt til Ísrael

Íslenska kvennalandsliðið hélt af stað snemma í morgun til Ísrael en liðið mætir þar heimastúlkum á morgun í undankeppni Evrópumótsins 2019.

Hópurinn er mættur til Raanana en þangað var keyrt frá Tel Aviv eftir 6,5 tíma flug frá Keflavík. Liðið spilar í Metrowest Sport Palace Raanana en leikur Ísrael og Íslands er á morgun 22. ágúst og hefst kl 19:40 (16:40 á ÍSL tíma) og er leikurinn í beinni á Laola1.tv

Íslenski hópurinn er sá sami og mætti Slóveníu í Digranesi á sunnudaginn og eru allir leikmenn nokkuð heilir heilsu.

1 Sigdís Lind Sigurðardóttir
2 Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, fyrirliði
3 Hjördís Eiríksdóttir
4 Hanna María Friðriksdóttir
5 Rósa Dögg Ægísdóttir
6 Kristina Apostolova
9 Elísabet Einarsdóttir
10 Birta Björnsdóttir
12 Matthildur Einarsdóttir
13 Valdís Kapitola Þorvarðardóttir
14 Erla Rán Eiríksdóttir
15 Thelma Dögg Grétarsdóttir
17 Steinunn Helga Björgólfsdóttir
18 Unnur Árnadóttir