[sam_zone id=1]

Emil Gunnarsson framlengir við HK

Emil Gunnarsson þjálfari meistaraflokks kvenna hjá HK hefur samið við félagið um að halda áfram þjálfun liðsins.

Emil gerði HK að deildar og Íslandsmeisturum tímabilið 2016-2017 en liðið endaði í 4.sæti Mizunodeildar kvenna síðasta vetur.

Emil hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands og var ráðinn aðalþjálfari í sumar eftir að Daniele Capriotti steig til hliðar. Emil þurfti hinsvegar sjálfur að stíga til hliðar og varð því strax óljóst hvort hann gæti haldið áfram með HK í vetur.

HK og Emil hafa hinsvegar náð samkomulagi um að Emil haldi áfram þjálfun liðsins sem eru frábærara fréttir fyrir liðið.