[sam_zone id=1]

Leikdagur í Digranesi

Í dag spilar Íslands tvo heimaleiki í Digranesi en bæði karla og kvenna landslið Íslands spila í undankeppni EM 2019.

Veislan byrjar á leik Íslands og Slóveníu í kvennaflokki en sá leikur hefst kl 15:00. Ísland mætti Belgíu í fyrstu umferð og endaði sá leikur með sigri Belgíu (25-4, 25-8, 25-10). Slóvenar mættu Ísrael og unnu þann leik 3-0 (25-19, 25-23, 25-22). Slóvenar eru í 25.sæti á evrópulista CEV, 16 sætum ofar in Ísland.

Íslenski hópurinn hefur tekið nokkrum breytingum frá leiknum í Belgíu og hafa reynslumeiri leikmenn bæst við hópinn sem hefur stækkað úr 12 leikmönnum í 14, þá hafa 2 leikmenn frá leiknum gegn Belgíu dottið út og því alls 4 nýjir leikmenn sem bætast við hópinn.

Leikmannahópur Íslands:

1 Sigdís Lind Sigurðardóttir
2 Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, fyrirliði
3 Hjördís Eiríksdóttir
4 Hanna María Friðriksdóttir *
5 Rósa Dögg Ægísdóttir
6 Kristina Apostolova *
9 Elísabet Einarsdóttir *
10 Birta Björnsdóttir
12 Matthildur Einarsdóttir
13 Valdís Kapitola Þorvarðardóttir
14 Erla Rán Eiríksdóttir *
15 Thelma Dögg Grétarsdóttir
17 Steinunn Helga Björgólfsdóttir
18 Unnur Árnadóttir

* Koma nýjar inní hópinn

Kl 18:00 mætast svo Ísland og Moldóva í karlaflokki en Ísland hóf undankeppnina á leik gegn Slóvakíu og endaði hann með sigri Slóvakíu 3-0 (25-7, 25-15, 25-17). Moldóvar náðu í góð úrslit gegn Svartfjallalandi 3-2 (24-26, 19-25, 25-22, 25-19, 15-12). Moldóvar eru í 29. sæti á evrópulista CEV, 14 sætum ofar en Ísland.

Leikmannahópur Íslands hefur líkt og kvennahópurinn breyst frá fyrsta leik en nú eru 13 leikmenn sem taka þátt í leiknum í stað 12 og er því einn leikmaður sem bætist við hópinn frá leiknum gegn Slóvakíu.

Leikmannahópur Íslands:

1. Andreas Hilmir Halldórsson
3. Lúðvík Már Matthíasson
4. Kristján Valdimarsson
5. Stefán Gunnar Þorsteinsson
8. Hafsteinn Valdimarsson, fyrirliði
9. Alexander Arnar Þórisson
10. Felix Þór Gíslason
11. Valens Torfi Ingimundarson
14. Galdur Máni Davíðsson
15. Nökkvi Halldórsson *
16. Máni Matthíasson
19. Ragnar Ingi Axelsson
20. Arnar Birkir Björnsson

* Kemur nýr inní hópinn

Miðasala á leikina fer fram við inngang í Digranesi og kostar litlar 1500kr fyrir tvo leiki, við hvetjum alla til að mæta í Digranes og þá hvetjum við alla til að mæta tímanlega, búningasala verður á staðnum og fer allur ágóði af búningasölunni í ferðasjóð landsliðsins.