[sam_zone id=1]

Góður endasprettur hjá strákunum gegn Moldóvu

Karlalandslið Íslands og Moldóva mættust í dag í undankeppni evrópumótsins 2019 en leikið var í Digranesi.

Ísland byrjaði leikinn ekki næginlega vel og voru moldóvarnir strax komnir með gott forskot. Íslenska liðið gaf hinsvegar lítið eftir og pressuðu vel á gestina. Sóknarleikur Móldóvu var hinsvegar of sterkur en hávörn Íslands náði ekki að ráða við hratt spil Moldóvu. Moldóvía vann fyrstu hrinu leiksins 25-12.

Aftur byrjuðu strákarnir ekki næginlega vel í annari hrinu en gáfust hinsvegar ekki upp og náðu að saxa á forskot moldóvu en móldóvarnir voru komnir 6 stigum yfir. Ísland tók leikhlé í stöðunni 5-10 en eftir það gáfu gestirnir i og þurfti Ísland að taka sitt annað leikhlé í stöðunni 5-14. Ísland fékk hinsvegar fyrsta stig eftir leikhléið eftir frábæra hávörn frá Mána Matthíassyni. Moldóvarnir fóru hinsvegar með nokkuð öruggan sigur 25-11 í annari hrinu.

Strákarnir komu töluvert öflugri til leiks í þriðju hrinu og var þriðja hrina nokkuð jöfn til að byrja með, Kristjan Valdimarsson fór meiddur af velli í byrjun hrinu og inná kom Galdur Máni Davíðsson, Kristján kom þó inn seinna í hrinunni. Ísland hélt áfram að pressa sóknarleikinn og var Alexander Arnar Þórisson þar atkvæðamikill. Ísland jafnaði í stöðunni 16-16 eftir hávörn frá Alexanderi. Ísland var með tveggja stiga forskot 19-17 en moldóvarnir jöfnuðu 19-19. Ísland tók leikhlé í stöðunni 22-23 en lokakafli hrinunnar var æsispennandi en Moldóvía fór með sigur að lokum 25-22 og unnu leikinn þar með 3-0.

Stigahæstur í liði Íslands var Alexnder Arnar Þórisson með 7 stig en næstur á eftir honum kom Hafsteinn Valdimarsson með 6 stig.

Byrjunarlið Íslands var skipað eftirfarandi leikmönnum: Máni Matthíasson í uppspili, Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir á miðjunni, Lúðvík Már Matthíasson og Felix Þór Gíslason á köntunum, Alexander Arnar Þórisson í díó og Ragnar Ingi Axelsson frelsingi.

Næsti leikur liðsins er á miðvikudaginn þegar liðið heldur til Svartfjallalands en svo eiga strákarnir heimaleik næsta sunnudag einnig gegn Svarfjallalandi.

 

Mynd: A&R Photos