[sam_zone id=1]

Góð byrjun dugði ekki til

Íslenska kvennalandsliðið mætti í dag Slóveníu í undankeppni Evrópumótsins 2019 en leikið var í Digranesi.

Rúmlega 550 áhorfendur mættu í Digranesið og var stúkan þétt setin. Ísland var að leika sinn fyrsta heimaleik í undankeppni EM og því var mikil eftirvænting eftir leiknum.

Ísland byrjaði leikinn af miklum krafti og var lengi vel yfir í fyrstu hrinu. Ísland leiddi 16-12 en þá fóru þær slóvensku hægt og rólega að nálgast íslenska liðið og náðu þær að jafna 17-17. Fór svo að lokum að Slóvenía vann fyrstu hrinu 25-18. Flott fyrsta hrina hjá stelpunum og virtist lítið sem ekkert stress vera í liðinu en leikmenn landsliðsins eru ekki vanir að spila heimaleiki á móti jafn sterkum þjóðum og þær spila við í dag.

Stelpurnar náðu því miður ekki að fylgja eftir góðri fyrstu hrinu og voru næstu tvær hrinur eign slóveníu. Slóvenía komst í 6-1 í annari hrinu en stelpurnar náðu þó að laga stöðuna í 8-7. Fljótt eftir það fór hinsvegar að aukast bilið á milli liðanna og fór Slóvenía hægt og rólega að gefa í. Slóvenía sigraði aðra hrinu 25-16 og þá þriðju 25-13.

Flott byrjun hjá stelpunum reyndist því miður ekki nóg en liðið gerði full mikið af ódýrum mistökum. Sónarleikur liðsins var flottur en Thelma Dögg Grétarsdóttir var stigahæsti leikmaður Íslands og stigahæsti leikmaður leiksins með 14 stig. Næst á eftir henni kom Pia Blazic leikmaður Slóveniu með 12 stig.

Byrjunarlið Íslands var skipað eftirfarandi leikmönnum:

Birta Björnsdóttir í uppspili, Matthildur Einarsdóttir og Hjördís Eiríksdóttir á köntunum, Unnur Árnadóttir og Hanna María Friðriksdóttir á miðjunni, Thelma Dögg Grétarsdóttir í díó og Steinunn Helga Björgólfsdóttir og Kristina Apostolova skiptu með sér stöðu frelsingja.

Næsti leikur Íslands er á miðvikudaginn þegar liðið mætir Ísrael á útivelli en liðin mætast svo að nýju í Digranesi þann 26. ágúst.

 

Mynd: A&R Photos