[sam_zone id=1]

7 leikmenn að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir A landslið Íslands í dag

7 leikmenn spiluðu í dag sinn fyrsta mótsleik fyrir A landslið karla og kvenna en liðin voru bæði að spila í undankeppni EM.

Sigdís Lind Sigurðardóttir, Sara Ósk Stefánsdóttir, Líney Inga Guðmundsdóttir og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir.

Kvennalandsliðið mætti í dag Belgíu ytra og voru þar 4 leikmenn að spila sinn fyrsta mótsleik fyrir A landslið Íslands. Það voru þær Sigdís Lind Sigurðardóttir leikmaður Aftureldingar, Sara Ósk Stefánsdóttir og Líney Inga Guðmundsdóttir leikmenn HK og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir leikmaður Þróttar Neskaupstað.

Christophe Achten, þjálfari, veitti Alexanderi, Valens og Galdri bronsmerki BLÍ að leik loknum.

Karlalandslið Íslands mætti í dag Slóveníu ytra og voru þar 3 leikmenn að spila sinn fyrsta mótsleik og sína fyrstu A landsleiki. Það voru þeir Alexander Arnar Þórisson leikmaður KA, Galdur Máni Davíðsson leikmaður Þróttar Neskaupstað og Valens Torfi Ingimundarson leikmaður Aftureldingar.

Allir þessi leikmenn fengu afhent bronsmerki Blaksambandsins eins og venjan er þegar leikmenn leika sína fyrstu A landsleiki.