[sam_zone id=1]

Stelpurnar mæta Noregi í æfingaleik í dag og á morgun

Íslenska kvennalandsliðið er mætt til Noregs þar sem liðið spilar tvo æfingaleiki gegn heimastúlkum áður en þær halda til Belgíu og spila þar í undankeppni EM.

Stelpurnar gista á Oslo Hostel Rønningen sem er rétt rúma 8 km frá miðbæ Osló en hostelið er alla jafna íþróttaskóli yfir veturinn og þar er allt til alls, aðstaðan er svo notuð sem hostel á sumrin.

Stelpurnar spila tvo æfingaleiki í dag kl 16:00 (14:00 á ísl tíma) og á sama tíma á morgun.

Liðið heldur svo til Belgíu á þriðjudaginn þar sem þær mæta Belgum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM.