[sam_zone id=1]

Karlarnir leika gegn Raision Loimu

Í dag spilar íslenska karlalandsliðið fyrri æfingaleik sinn við finnska úrvalsdeildarliðið Raision Loimu.

 

Karlaliðið er nú við æfingar í Finnlandi en miðvikudeginum var eytt í ferðalagið til Finnlands. Á fimmtudag og föstudag var æft og í dag spilar liðið svo æfingaleik við lið Raision Loimu. Christophe Achten, landsliðsþjálfari, þjálfaði lið Loimu á síðasta tímabili og verður þar næstkomandi tímabil líka. Hann setti sig því í samband við félagsliðið sitt og munu þeir aðstoða við undirbúning landsliðsins með því að leika tvo leiki gegn þeim. Fyrri leikurinn fer fram í dag, laugardag, en sá seinni á morgun, sunnudag.

Strákarnir voru hressir á lyftingaræfingu í gær.

Lið Raision Loimu leikur í efstu deildinni í Finnlandi og hefur marga sterka leikmenn í sínum hópi. Leikirnir verða því krefjandi fyrir strákana okkar en stóri leikurinn er svo gegn Slóvakíu næstkomandi miðvikudag. Liðið heldur til Slóvakíu á þriðjudagsmorgun mætir sterku liði heimamanna.