[sam_zone id=1]

12 manna hópur kvennalandsliðsins fyrir leikinn gegn Belgíu klár

Þau Borja Gonzalez Vicente og Ana Maria Vidal Bouza, þjálfarar kvennalandsliðsins hafa valið 12 manna hóp fyrir leikinn gegn Belgíu þann 15. ágúst.

Kvennalandsliðið heldur til Noregs á morgun þar sem liðið æfir og spilar æfingaleiki fyrir leikinn gegn Belgíu. Liðið heldur svo til Belgíu þann 14. ágúst og heim til Íslands þann 16.

12 manna hópur fyrir leikinn er klár en þar eru 4 leikmenn sem gætu spilað sinn fyrsta mótsleiki með A landsliðinu

Leikmannahópur Íslands:

Birta Björnsdóttir – Stjarnan
Hjördís Eiríksdóttir – HK
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir – Örebro Volley , Fyrirliði
Líney Inga Guðmundsdóttir – HK *
Matthildur Einarsdóttir – HK
Rósa Dögg Ægisdóttir – Stjarnan
Sara Ósk Stefánsdóttir – HK *
Sigdís Lind Sigurðardóttir – Afturelding *
Steinunn Helga Björgólfsdóttir – HK
Thelma Dögg Grétarsdóttir – VBC Galina
Unnur Árnadóttir – Ikast
Valdís Kapitola Þorvarðardóttir – Þróttur Nes *

* Gætu spilað sínn fyrsta mótsleik með A landsliðinu

Þjálfari – Borja Gonzalez Vicente
Aðst. Þjálfari – Ana Maria Vidal Bouza
Leikgreinir – Ólafur Jóhann Júlíusson
Sjúkraþjálfari – Mundína Ásdís Kristinsdóttir
Liðsstjóri – Berglind Valdimarsdóttir

Ísland spilar sinn fyrsta leik í undankeppni EM gegn Belgíu ytra þann 15. ágúst og leikur svo heimaleik gegn Slóveníu í Digranesi þann 19. ágúst kl 15:00.

Leikjaplan Íslands:

15.08.18 , 20:30 Belgía – Ísland
19.08.18 , 15:00 Ísland – Slóvenía, Digranes
22.08.18 , 19:00 Ísrael – Ísland
26.08.18 , 15:00 Ísland – Ísrael , Digranes