[sam_zone id=1]

Rússar eru Þjóðardeildarmeistarar karla 2018

Rússar urðu í dag Þjóðardeildarmeistarar karla eftir 3-0 sigur á Frakklandi.

Úrslitaleikurinn fór fram á Stade Pierre-Mauroy fótboltavellinum í borginni Lille en á vellinum var búið að koma fyrir blakvelli líkt og á Parken árið 2013 þegar Rússar urðu Evrópumeistarar. Frakkar bjuggu til frábæra umgjörð í kringum leikinn og troðfullt var á leiknum og mikil stemning sem 10.000 áhorfendur mynduðu.

Leikurinn í kvöld varð aldrei spennandi þegar á heildina er litið en Rússar fóru með nokkuð þæginlegan 3-0 sigur (25-22, 25-20, 25-23). Frakkar lentu oft á köflum langt á eftir og voru í töluverðum vandræðum og náðu ekki að ráða við öflugan sóknar leik Rússlands en flottur leikur hjá Maxim Mikhaylov sem skoraði 19 stig í leiknum, kom Frökkum oft á tíðum í vandræði.

Rússland sigraði keppnina síðast árið 2013 en þá hét keppnin Heimsdeildin (World League).

Stigahæstur í leiknum í dag var Rússinn Maxim Mikhaylov með 19 stig. Stigahæstur í liði Frakklands var Earvin Ngapeth með 16 stig.

Bandaríkjamenn höfðu svo betur gegn Brasilíu 3-0 í leiknum og bronsið.

Þá var lið mótsins valið að venju og er það eftirfarandi:

Uppspilari: Benjamin Toniutti, Frakkland
Kanntar: Taylor Sander, Bandaríkin og Dmitry Volkov, Rússland
Miðjur: Kevin Le Roux, Frakkland og Dmitriy Muserskiy, Rússland
Díó: Matthew Andersons, Bandaríkin
Frelsingji: Jenia Grebennikov, Frakkland

MVP: Maxim Mikhaylov, Rússland