[sam_zone id=1]

Bandaríkin munu halda úrslitariðil í Þjóðardeild karla næstu 3 árin

Alþjóðablaksambandið (FIVB) tilkynnti um helgina að úrslitariðill Þjóðardeildar karla yrði haldinn í Bandaríkjunum næstu 3 árin, 2019, 2020 og 2021.

Vinsældir á blaki hafa aukist gífurlega í Bandaríkjunum á síðustu árum og er það von FIVB og bandaríkjanna að tilkoma Þjóðardeildarinnar komi til með að auka þessar vinsældir enn frekar.

Ary S. Graça F forseti FIVB var gífurlega ánægður með þennan samning og hafði þetta um málið að segja:

“Ég er hæstánægður með að Bandaríkin komi til með að halda einn af okkar stærstu viðburðum. Bandaríkin eru stærsti íþróttamarkaður í heimi og koma til með að bjóða uppá gífurleg auglýsingatækifæri fyrir íþróttina okkar um allan heim. Það eru fá lönd sem markaðsetja íþróttir jafn vel og Bandaríkin þannig að ég bind miklar vonir um að þeir eigi eftir að gera þetta með miklum sóma.

Þjóðardeildin á sínu fyrsta ári hefur náð gífurlega vel til yngri kynslóðarinnar. Vinsældir íþróttarinnar í Bandaríkjunum halda áfram að vaxa og eftir nokkra stórkostlega leiki í ár þá erum við strax farnir að hlakka til að skipuleggja þennan frábæra viðburð árið 2019”

Það verður spennandi að sjá hvort íslendingar nýti sér þetta tækifæri og fjölmenni á úrslitariðilinn í Þjóðardeildinni næstu 3 árin.