[sam_zone id=1]

Ungir iðkendur frá HK í æfingabúðum á Ítalíu

Nokkrir ungir iðkendur úr HK sækja þessa dagana æfingabúðir í blaki á Ítalíu. Æft er í bænum Porto Potenza Picena sem er staðsettur um miðja austurströnd Ítalíu. Þátttakendur gista allir saman á hóteli við ströndina og er vikan öll mikil upplifun.

Massimo Pistoia, þjálfari HK, er sá sem skipulagði þátttöku krakkanna í búðunum en æfingabúðirnar eru á vegum Cucine Lube Civitanova þar sem Massimo þjálfaði áður. Nokkrir þjálfarar sjá um búðirnar og hafa þeir flestir reynslu af keppni og/eða þjálfun bæði meistaraflokka og yngri flokka. Giampaolo Medei, aðalþjálfari Lube, er á meðal þeirra sem koma að æfingabúðunum og er von á heimsókn frá honum í vikunni.

Ferðalagið til Porto Potenza var langt en lagt var af stað aðfaranótt sunnudagsins 1. júlí. Heimferð verður svo þann 8. júní, viku seinna.