[sam_zone id=1]

Bandaríkin komu til baka og sigruðu Þjóðardeild kvenna 2018

Bandaríkin og Tyrkland mættust í fyrsta úrslitaleik Þjóðardeildar kvenna í gær en Þjóðardeildin er komin í stað Heimsdeildarinnar.

Tyrkir byrjuðu leikinn mun betur og unnu fyrstu hrinu 25-17. Bandaríkin jöfnuðu svo með sigri í annari hrinu 25-22 en Tyrkir tóku þriðju hrinu 28-26 og því komnar í góða stöðu. Þær Bandarísku gáfu hinsvegar ekkert eftir og komu til baka 25-15 og 15-7 og tryggðu sér því gull verðlaun í Þjóðardeild kvenna árið 2018 og eru því fyrstu gullverðlaunahafar í Þjóðardeildinni.

Stigahæstar í leiknum voru Kiberly Hill í liði Bandaríkjanna og Meryem Boz og Eda Erdem Dundar í liði Tyrklands, allar með 20 stig.