[sam_zone id=1]

Úrslit í Þjóðardeild kvenna hefjast í vikunni

Á miðvikudaginn hefjast úrslit í Þjóðardeild kvenna (áður Heimsdeildin) en úrslitin fara fram í Kína.

Í úrslitum taka þátt 5 efstu liðin eftir deildarkeppnina síðustu vikur og þar að auki koma gestgjafar Kína inní úrslitin en Kína endaði í 9. sæti eftir deildarkeppnina. Liðin í úrslitum eru eftirfarandi og í þeirri röð sem þau enduðu eftir deildarkeppnina. Bandaríkin, Serbía, Brasilía, Holland og Tyrkland.

Í úrslitum er liðunum skipt í tvo þriggja liða riðla þar sem liðin spila við hvort annað áður en efstu tvö lið hvors riðils fara áfram í undanúrslit.

Í A riðli eru Brasilía, Kína og Holland. Í B riðli eru Serbía, Tyrkland og Bandaríkin.

Leikjaplan er eftirfarandi:

27.06.18 – 07:00 Bandaríkin – Tyrkland
27.06.18 – 11:15 Kína – Holland
28.06.18 – 07:00 Serbía – Tyrkland
28.06.18 – 11:15 Brasilía – Holland
29.06.18 – 07:00 Bandaríkin – Serbía
29.06.18 – 12:30 Kína – Brasilía