[sam_zone id=1]

Æfingafrí hjá landsliðinu

Íslenska kvennalandsliðið lauk í gær fyrri æfingatörn sinni fyrir undankeppni Evrópumótsins í blaki. Stelpurnar okkar eru því komnar í kærkomið frí eftir um það bil mánuð af stífum æfingum.

Stelpurnar munu margar skreppa til útlanda í fríinu og nýta frítímann vel áður en æfingar hefjast aftur þann 24. júlí. Þrátt fyrir að stelpurnar séu í fríi eru þær að fylgja lyftingaráætlun frá Jens Andra styrktarþjálfara liðsins til þess að halda sér í toppformi fyrir komandi átök.

Ísland er í riðli með Ísrael, Belgíu og Slóveníu. Bæði A-landslið kvenna og karla eiga tvo heimaleiki í ágúst. Þann 19. ágúst mæta karlarnir Moldóvu og konurnar Slóveníu og þann 26. ágúst mæta karlarnir Svartfjallalandi og konurnar Ísrael. Allir heimaleikirnir fara fram í Digranesi en liðin spila einnig útileiki og verða landsliðin því á fullu í ágúst.