[sam_zone id=1]

Úrslit í Gull og Silfur deildum karla og kvenna hefjast í vikunni

Í vikunni klárast Gull og Silfur deildiir karla og kvenna en keppnirnar komu í stað B og C deildar Heimsdeildarinnar en þeirri keppni var breytt yfir í Þjóðardeild og spilað í einni 12 liða deild.

Undanúrslit í Gull deild karla hófust í dag þegar Eistar höfðu betur gegn Portúgal 3-0 en úrslit í Gull deild karla fara fram í borginni Karlovy Vary í Tékklandi. Eistar höfðu betur 3-0 (26-24, 26-24, 25-18). Það eru svo Tyrkland og Tékkland sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum en úrslitaleikurinn fer fram annað kvöld.

Undandúrslit í Gull deild kvenna hefjast á morgun en þar mætast annarsvegar Búlgaría og Finnland og hinsvegar Ungverjaland og Tékkland en leikirnir fara fram í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. Úrslit fara svo fram á föstudaginn.

Undanúrslit í Silfur deild karla hefjast á föstudaginn en þar mætast annarsvegar Hvíta Rússland og Lettland og hinsvegar Króatía og Makedónía. Leikirnir fara fram í borginni Skopje í Makedóníu. Úrslit fara svo fram á laugardaginn.

Undanúrslit í Silfur deild kvenna hefjast á laugardaginn en þar mætast annarsvegar Albanía og Svíþjóð og hinsvegar Austurríki og Eistland. Leikirnir fara fram í Nyköping í Svíþjóð. Úrslit fara svo fram á sunnudaginn.

Alla leikina er hægt að sjá í beinni á Laola1.tv

 

Nánar um leikina og úrslit leikja má finna inná heimasíðu CEV.