[sam_zone id=1]

Þjálfararáðstefna í Kaupmannahöfn í beinni á www.volleytv.dk

Um helgina fer fram þjálfararáðstefna á vegum Danska blaksambandsins en ráðstefnan fer fram í Kaupmannahöfn.

Danska blaksambandið hefur fengið til sín 3 bandaríska þjálfara til að halda ráðstefnuna en það eru þeir Doug Beal, John Kessel og Fred Sturm. Þremenningarnir munu fara yfir öll stig íþróttarinnar, allt frá því að vera nýliði í að verða atvinnumaður.

Ráðstefnan hefst á föstudaginn en hún er kennd bæði í fundarsal og í íþróttasal.

Alls hafa yfir 170 einstaklingar skráð sig á ráðstefnuna alls frá 17 löndum. En fyrir þá sem komast ekki til Kaupmannahafnar yfir helgina þá verður ráðstefnan í beinni netútsendingu á www.volleytv.dk og kostar ekkert að horfa.

Hér fyrir neðan má sjá dagsskrá helgarinnar og hér er hægt að lesa nánar um ráðstefnuna.