[sam_zone id=1]

Búið að ráða aðstoðarþjálfara fyrir landsliðið

Blaksamband Íslands hefur gengið frá ráðningu aðstoðarþjálfara fyrir kvennalandsliðið. Þjálfarinn heitir Lorenzo Pintus og kemur frá Ítalíu. Pintus kemur til landsins um helgina og mun hann koma að þjálfun kvennalandsliðsins í sumar með Emil Gunnarssyni, aðalþjálfara liðsins.

Kvennalandsliðið er á fullu að æfa þessa dagana og kemur Pintus með mikla reynslu inn í liðið. Pintus hefur komið mikið af þjálfun yngri flokka á Ítalíu og leggur mikla áherslu á tækniþjálfun leikmanna. Pintus hefur þjálfað þó nokkra leikmenn sem hafa komist í landsliðshóp Ítalíu.