[sam_zone id=1]

Undankeppni EM: Landsleikirnir í sumar fara fram í Digranesi

Í dag hefjast æfingar hjá A-landsliði kvenna fyrir Evrópukeppnina. Stelpurnar eru í riðli með Ísrael, Belgíu og Slóveníu. Fyrstu leikir fara fram um miðjan ágúst en alls spilar hver þjóð fjóra leiki í ágúst auk tveggja í janúar.

21 leikmaður var valinn í æfingahópinn en líklegt er að Emil Gunnarsson, þjálfari liðsins muni einnig nota nokkra leikmenn úr B-landsliðinu á æfingunum. Æfingatímabilið er frá deginum í dag og til 24. júní en þá fá leikmenn þriggja vikna sumarfrí. Æfingar hefjast aftur formlega 17. júlí og verður þá æft stíft fram að Evrópukeppninni.

Nú er komið í ljós að heimaleikir íslensku landsliðanna verða leiknir í Digranesi í Kópavogi. Úrslitin í Kjörísbikarnum fóru fram í Digranesi á þessu ári með mikilli ánægju keppenda og áhorfenda.

Næstu fjóra leiki liðsins má sjá hér að neðan:


Dagsetning Lið Staðsetning
15. ágúst Belgía – Ísland Kortrijk, Belgía
19. ágúst Ísland – Slóvenía Digranes, Ísland
22. ágúst Ísrael – Ísland Raanana, Ísrael
26. ágúst Ísland – Ísrael Digranes, Ísland

 

Æfingahópur kvennalandsliðsins
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Örebro Volley
Hjördís Eiríksdóttir, HK
Elísabet Einarsdóttir, Lugano
Helena Kristín Gunnarsdóttir, Þrótti Nes
Velina Apostolova, Afturelding
Matthildur Einarsdóttir, HK
Karen Björg Gunnarsdóttir, Galway Volleyball
Thelma Dögg Grétarsdóttir, VBC Galina
Erla Rán Eiríksdóttir, Stjarnan
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Þrótti Nes
Eldey Hrafnsdóttir, Þrótti Reykjavík
Hanna María Friðriksdóttir, HK
Særún Birta Eiríksdóttir, Þrótti Nes
Unnur Árnadóttir, IKAST
Sigdís Lind Sigurðardóttir, Aftureldingu
Ásthildur Gunnarsdóttir, Stjarnan
Birta Björnsdóttir, Stjarnan
Steinunn Helga Björgólfsdóttir, HK
Kristina Apostolova, Afturelding
Rósa Dögg Ægisdóttir, Stjarnan
Berglind Gígja Jónsdóttir, Fortuna Odense