[sam_zone id=1]

Daniele Capriotti ráðinn aðalþjálfari Cuprum Lubin

Daniele Capriotti hefur verið ráðinn aðalþjálfari Cuprum Lubin. Liðið leikur í Plusliga, efstu deild Póllands.

 

Daniele, sem var aðalþjálfari kvennalandsliðs Íslands undanfarin ár, mun taka við þjálfun karlaliðs Cuprum Lubin og verður hann aðalþjálfari liðsins. Daniele hefur áður verið við störf hjá liðinu en hann var aðstoðarþjálfari liðsins tímabilið 2015/16. Hann þjálfaði svo lið Raision Loimu í Finnlandi 2016/17 ásamt störfum sínum fyrir BLÍ. Á síðasta tímabili endaði lið Cuprum Lubin í 8. sæti deildarkeppninnar en gerði betur í úrslitakeppninni og nældi í 7. sætið þar. Spennandi verður að sjá hvort Daniele fái stærri nöfn til félagsins í sumar en margir bestu leikmanna liðsins á síðasta tímabili eru nú með lausa samninga.