[sam_zone id=1]

Leikmenn Aftureldingar komnir með nóg af aðstöðunni að Varmá

Meistaraflokks leikmenn karla og kvenna í blaki og handbolta hjá Aftureldingu afhendu í gær þeim stjórnmálaflokkum sem eru í framboði í Mosfellsbæ áskorun um að bæta aðstöðu liðanna í íþróttahúsinu að Varmá.

Eins og flestir vita þá þykir gólfið í Varmá ekki bjóðandi íþróttaiðkenndum en gólfið er 20 ára gamallt og er dúkurinn lagður ofan á steypt gólf.

Árið 2015 fékk blakdeild Afturelding bréf frá stjórn Blaksambandsins þar sem úrbóta á gólfinu var óskað en í bréfinu segir m.a.:

„Eitt er það sem við teljum nauðsynlegt að verði lagað en það er keppnisaðstaða blakdeildarinnar að Varmá.

Stærð salarins og áhorfendaaðstaða er ljómandi góð en gólfið þarf að bæta verulega. Undirlagið er of hart og dúkurinn of stamur og er það samdóma álit allra sem að koma, þjálfara, sjúkraþjálfara, leikmanna og stjórnar BLÍ að við þetta verði ekki unað öllu lengur. Gólfefnið veldur því að leikmenn eru í meiri hættu hvað varðar tognanir og hnjámeiðsli og hafa borist kvartanir frá öllum liðum í Úrvalsdeildinni varðandi þetta atriði.

Það er einlæg von okkar að úr þessu verði bætt hið snarasta og ef þess er nokkur kostur, áður en keppni hefst tímabilið 2015 – 2016. Félagið hefur fengið undanþágu vegna þessa nú í nokkur ár en aðstaðan er ekki boðleg og þarf Blaksambandið alvarlega að íhuga hvort hægt verði að úthluta mótum til Aftureldingar eða samþykkja að keppt verði í húsinu við óbreyttar aðstæður”

Ekkert hefur skeð á þessum 3 árum frá því að blakdeildin frékk bréfið og telja leikmenn deildarinnar nóg komið, þeir fara fram á það að bæjaryfirvöld bæti úr þessu og geri Varmá að keppnishæfu húsnæði en eftirfarandi texti var m.a. í bréfinu sem leikmenn Aftureldingar afhentu í gær:

“Við leikmenn í meistaraflokkum Aftureldingar skorum á frambjóðendur hér í kvöld til að bregðast strax við. Það fylgir því mikil ábyrgð og er í raun óásættanlegt að bjóða afreksfólki í íþróttum og yngri iðkendum upp á þessar aðstæður, vitandi full vel að gólf sem þessi ýta undir að hluti iðkenda mun þróa með sér stoðkerfisvandamál og álagsmeiðsli. Bak-, mjaðma-, hné og ökklameiðsli sem eru óafturkræf. Það eru orðin of mörg dæmi um frábæra íþróttamenn sem hafa þurft að leggja skóna alltof snemma á hilluna vegna meiðsla sem rekja má til vandamála sem hér er lýst.

Við leikmenn Aftureldingar sættum okkur ekki við að tekin sé áhætta með líkamlega heilsu okkar. Við óskum eftir að því að gripið verði til aðgerða – ekki seinna en strax.”

 

Fróðlegt verður að sjá hvort bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ grípi til aðgerða eða ýti þessum málum til hliðar líkt og þau hafa gert til þessa.