[sam_zone id=1]

Karlalandsliðið hefur æfingar í dag

Í dag hefjast æfingar hjá A-landsliði karla í blaki. Stór hópur var boðaður á æfingar en hann verður skorinn niður eftir helgi.

 

Karlalandsliðið leikur í undankeppni EM í riðli með Slóvakíu, Svartfjallalandi og Moldavíu. Fyrstu leikir fara fram um miðjan ágúst en alls spilar hver þjóð 4 leiki í ágúst auk tveggja í janúar. Hópurinn sem boðaður var til æfinga samanstendur af 31 leikmanni en alls verða 12 í lokahóp. Hópurinn mun æfa í Fagralundi í þessari viku og eftir helgi verður hópurinn skorinn niður í 16 manns. Christophe Achten og aðstoðarþjálfari hans, Massimo Pistoia, munu því eiga í nógu að snúast á þessum fyrstu æfingum.

Æfingar verða haldnar þangað til 27. maí en þá fá leikmenn sumarfrí og ættu því að ná að endurnærast vel í júní. Æfingar hefjast svo aftur formlega þann 18. júlí og verður æft stíft fram að leikjum liðsins. Líklegt er að liðið leiki æfingaleiki í byrjun ágúst en það á eftir að koma betur í ljós. Fyrsti leikur liðsins er svo útileikur gegn Slóvakíu þann 15. ágúst. Fyrstu fjóra leikina má sjá hér að neðan :

15. ágúst Slóvakía – Ísland

19. ágúst Ísland – Moldavía

22. ágúst Svartfjallaland – Ísland

26. ágúst Ísland – Svartfjallaland

(Mynd eftir Andrés Sighvatsson)