[sam_zone id=1]

Perugia valtaði yfir Zaksa í oddahrinunni og nældi í brons

Zaksa og Perugia mættust í bronsleik Meistaradeildar karla í dag. Zaksa tryggði sér bronsið eftir skemmtilegan leik.

 

Zaksa voru miklu sterkari í byrjun leiksins og voru 14-7 yfir þegar Perugia vaknaði loks til lífsins. Þeir minnkuðu muninn í 17-13 en komust þó ekki nær. Zaksa spiluðu einfaldlega betur í hrinunni og sigruðu hana örugglega, 25-17. Önnur hrinan var meira spennandi en Perugia hafði yfirhöndina stóran hluta hrinunnar. Zaksa minnkaði muninn um miðja hrinu og liðin fylgdust að alveg til loka hrinunnar. Zaksa komst yfir í lok hrinunnar og hafði 5 tækifæri til þess að tryggja sér sigur í henni. Perugia barðist þó vel og náði að lokum að stela sigrinum með því að vinna hrinuna 29-27.

Þriðja hrinan náði aldrei sömu hæðum og önnur hrinan. Zaksa komust snemma yfir og voru með þægilegt forskot allan tímann. Perugia náði aðeins að klóra í bakkann en náði þó aldrei að stríða Zaksa af neinu viti. Hrinunni lauk svo með 25-19 sigri Zaksa sem tóku því 2-1 forystu. Fjórða hrinan var frábær skemmtun en þar hafði Perugia yfirhöndina framan af henni. Jafnt var í stöðunni 22-22 en Perugia voru sterkari í lokin og tryggðu sér oddahrinu með 25-23 sigri. Oddahrinan var eign Perugia frá byrjun og sýndi liðið stórkostleg tilþrif í hrinunni. Þeir sigruðu hana 15-7 og tryggðu sér bronsverðlaunin.

Maurice Torres skoraði 22 stig fyrir Zaksa og Sam Deroo bætti við 20 stigum. Aleksandar Atanasijevic var stigahæstur hjá Perugia með 21 stig. Perugia tryggja sig því á verðlaunapall í Meistaradeildinni annað árið í röð en í fyrra náðu þeir í silfur. Klukkan 16 hefst svo úrslitaleikur Lube og Zenit en hann verður í beinni útsendingu á laola1.tv .