[sam_zone id=1]

Draumalið Meistaradeildar karla valið

Eftir að úrslitaleiknum lauk í Meistaradeild karla var draumalið mótsins valið. Einnig var MVP mótsins valinn.

 

Bestu leikmenn mótsins voru verðlaunaðir en miðað er við þau fjögur lið sem léku í úrslitahelgi mótsins. Valið var í heilt blaklið auk þess sem besti leikmaður mótsins var verðlaunaður sérstaklega. Hér má sjá liðið í heild sinni :

Kantar – Osmany Juantorena (Lube) og Wilfredo Leon (Zenit)

Díó – Tsvetan Sokolov (Lube)

Miðjur – Marko Podrascanin (Perugia) og Dragan Stankovic (Lube)

Uppspilari – Aleksander Butko (Zenit)

Frelsingi – Jenia Grebennikov (Lube)

MVP – Maxim Mikhailov (Zenit)

Guðmundur Helgi Þorsteinsson, stjórnarmaður CEV, var á meðal þeirra sem afhentu verðlaun og kom það í hans hlut að veita Aleksander Butko viðurkenningu sem besti uppspilari keppninnar.