[sam_zone id=1]

Afturelding endurnýjar við þjálfara beggja liða

Afturelding hefur endurnýjað samning við bæði Eduardo Herrero þjálfara meistaraflokks kvenna og Piotr Kempisty þjálfara meistaraflokks karla.

Eduardo Berenguer Herrero mun því stýra kvennaliði Aftureldingar á sínu þriðja tímabili sem aðalþjálfari en Eduardo gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra. Afturelding varð meistari meistaranna í ár og voru það einu verðlaun liðsins á tímabilinu. Afturelding endaði í 2.sæti í Mizunodeild kvenna og þá beið liðið lægri hlut gegn Þrótti Nes í úrslitum um íslandsmeistaratitilinn sem og í undanúrslitum Kjörísbikarsins.

Piotr Kempisty tók við þjálfun karlaliðsins fyrir tímabilið en liðið endaði í 5. og neðsta sæti Mizunodeildar karla. Þá datt liðið út í undanúrslitum um íslandsmeistaratitilinn þegar liðið mætti KA en KA sló þá einng út úr Kjörísbikarnum í 8 liða úrslitum.

Þá koma Mikayla Marie Derochie og Haley Rena Hampton ekki til með að spila með kvennaliði Aftureldingar á næsta tímabili.