[sam_zone id=1]

Massimo Pistoia framlengir við HK

HK hefur framlengt samning sínum við þjálfara karlaliðs félagsins, Massimo Pistoia og kemur Massimo því til með að þjálfa liðið eitt ár til viðbótar hið minnsta.

Massimo tók við HK haustið 2016 og gerði liðið að íslandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili. Massimo kemur frá Ítalíu en áður en hann tók við HK þá var hann við þjálfun hjá stórliði Lube á Ítalíu en þar þjálfaði hann drengjalið félagsins. Massimo var nýlega ráðinn sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands.