[sam_zone id=1]

Mikið fjör á Grunnskólamóti UMSK

Í dag fór fram Grunnskólamót UMSK í blaki, sem haldið var í samstarfi við BLÍ. Spilað var í Kórnum á 64 völlum.

 

Krakkar úr 4.-7. bekk fjölmargra grunnskóla tóku þátt í mótinu og var leikið á gervigrasi inni í knatthúsi Kórsins í Kópavogi. Settir voru upp 64 vellir og spilað var eftir nýju fyrirkomulagi. Tveir voru í liði og voru blakreglurnar einfaldaðar til að auðvelda krökkunum að spila. Leiknir voru fimm mínútna langir leikir og því oft skipt um mótherja. Krakkarnir skemmtu sér vel og spilað var í tvo klukkutíma í senn. Skipt var í yngri og eldri hóp en 4.-5. bekkur byrjaði klukkan 9 í morgun en 6.-7. bekkur tók við um 11:30.

Fjöldi liða á mótinu var nálægt 300 og þátttakendur því um 600 talsins. Fjölmargir sjálfboðaliðar mættu á svæðið og sinntu vallarstjórn, uppsetningu og frágangi, auk ýmissa tilfallandi verkefna. Mótið gekk vel fyrir sig og verður vonandi gert að reglulegum viðburði. Hægt er að sjá skemmtilegt myndband frá mótinu með því að smella hér.