[sam_zone id=1]

Besti ungi leikmaður Mizuno-deild kvenna hjá blakfréttum

Við hér á blakfréttum gerðum nýliðið tímabil upp á síðunni okkar nú um dagin og hér á næstu dögum ætlum við að birta niðurstöður okkar.
Við gerðum upp tímabilið með því að velja bestu leikmenn og þjálfara í hvorri deild fyrir sig ásamt því að velja lið ársins.
Við tökum það einnig fram að þetta val er ekkert skilt við árlegt val BLÍ enda hefur engin okkar atkvæðarétt þar heldur er þetta einungis pennarnir hér á þessari síðu sem hafa valið hver fyrir sig.

Nú er komið að því að birta það hver er besti ungi leikmaðurinn í Mizuno-deild kvenna, atkvæðagreiðsla fór þannig fram að hver og einn penni hér á síðunni valdi topp 3 og fékk efsta sætið 5 stig, annað sæti 3 stig og þriðja sætið 1 stig. Það var því hægt að fá mest 25 stig í valinu okkar. Viðmiðið var að leikmenn 20 ára og yngri þegar tímabilið hófst væru gjaldgengir þ.e.a.s. leikmenn fæddir 1997 og seinna.

En besti ungi leikmaður deildarinnar í ár er: Matthildur Einarsdóttir

Mynd frá A & R Photos.

Matthildur varð fyrir valinu þetta árið og vann hún verðlaunin nokkuð örugglega en hún fékk 23 stig af 25 mögulegum. Matthildur hefur í ár þurft að taka meiri ábyrgð í liði HK eftir að nokkrir sterkir leikmenn yfirgáfu liðið. Hún hefur gert það mjög vel og verið einn besti leikmaður HK liðsins.
Hún var næststigahæsti leikmaður HK með 276 stig og hjálpaði liðinu að komast í bikarúrslit þar sem þær lutu í lægra haldi fyrir núverandi meisturum Þróttar N.

Matthildur er því vel að þessum verðlaunum kominn og óska blakfréttir Matthildi innilega til hamingju með þessa tilnefningu.

Allir sem fengu atkvæði:

Matthildur Einarsdóttir 23 stig
Eldey Hrafnsdóttir 8 stig
Særún Birta Eiríksdóttir 8 stig
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir 5 stig
Hrafnhildur Ásta Njálsdóttir 1 stig