[sam_zone id=1]

Besti þjálfarinn í Mizuno-deild karla hjá blakfréttum

Við hér á blakfréttum gerðum nýliðið tímabil upp á síðunni okkar nú um dagin og hér á næstu dögum ætlum við að birta niðurstöður okkar.
Við gerðum upp tímabilið með því að velja bestu leikmenn og þjálfara í hvorri deild fyrir sig ásamt því að velja lið ársins.
Við tökum það einnig fram að þetta val er ekkert skilt við árlegt val BLÍ enda hefur engin okkar atkvæðarétt þar heldur er þetta einungis pennarnir hér á þessari síðu sem hafa valið hver fyrir sig.

Nú er komið að því að birta það hver er besti þjálfarinn í Mizuno-deild karla, atkvæðagreiðsla fór þannig fram að hver og einn penni hér á síðunni valdi topp 3 og fékk efsta sætið 5 stig, annað sæti 3 stig og þriðja sætið 1 stig. Það var því hægt að fá mest 25 stig í valinu okkar.

En besti þjálfari deildarinnar í ár er: Filip Szewczyk

Mynd frá A & R Photos.

Filip Szewczyk er besti þjálfari deildarinnar í ár. Það er erfitt að velja einhvern annan eftir það sem Filip hefur gert með KA liðið í vetur. Hann stýrir liðinu til sigurs í öllum keppnum í ár og er erfitt að gera mikið betur en það.
Filip hefur náð að búa til gott lið fyrir norðan og er með góða blöndu af ungum leikmönnum ásamt því að vera með eldri leikmenn til að miðla reynslu sinni.

Filip er því vel að þessum verðlaunum kominn og óska blakfréttir Filip innilega til hamingju með þessa tilnefningu.

Allir sem fengu atkvæði:

Filip Szewczyk 21 stig
Massimo Pistoia 15 stig
Ana Maria Vidal Bouza 9 stig