[sam_zone id=1]

Þjóðardeildin verður á FIVB Volleyball TV í allt sumar

Þann 15. maí næstkomandi hefst Volleyball Nations League, nýtt mót sem FIVB stendur fyrir.

 

Síðustu ár hefur World League, eða Heimsdeildin, verið spiluð yfir sumarið. Þar tókust á landslið fjölmargra þjóða og keppt var í nokkrum deildum. Nú hefur verið ákveðið að breyta um fyrirkomulag og þess vegna var þessi nýja deild stofnuð. Leikið verður bæði í karla- og kvennaflokki og fá 16 þjóðir þátttökurétt hjá hvoru kyni. Alls fara fram 260 leikir í keppninni og verður þeim öllum sjónvarpað á Volleyball TV, væntanlegri sjónvarpsstöð FIVB. Þar er ætlunin að sýna alla leiki auk þess að sýna samantektir úr leikjum.

Keppni í kvennaflokki hefst 15. maí en karlarnir hefja keppni þann 25. maí. Allar þjóðir leika a.m.k. 15 leiki, einn leik við hverja aðra þjóð. Þær 5 þjóðir sem hafa safnað flestum stigum í lok fyrstu umferðar fara svo áfram í lokaumferðina þar sem gestgjafar bætast einnig við. Þar verður leikið um efstu 6 sætin. Kvennamegin munu Kínverjar halda lokaumferðina (27. júní – 1. júlí) og í karlaflokki eru það Frakkar sem verða gestgjafar (4. – 8. júlí).

Allar upplýsingar um keppnina má nálgast á heimasíðu hennar, en hana má finna með því að smella hér.