[sam_zone id=1]

Helena Kristín Gunnarsdóttir til KA

Helena Kristín Gunnarsdóttir mun færa sig um set næsta vetur og leika með liði KA.

 

Helena átti stóran þátt í frábæru tímabili Þróttar Neskaupstað, sem vann alla þrjá stóru titlana í vetur. Helena hefur síðustu ár verið búsett í Bandaríkjunum þar sem að hún spilaði með háskólaliði Louisiana Tech en einnig sinnti hún þjálfun þar. Hún ákvað hins vegar að koma heim til Íslands um áramótin síðustu og kláraði tímabilið með Þrótturum. Nú mun Helena hins vegar færa sig yfir til KA og verður spennandi að sjá hvort KA geti blandað sér í toppbaráttuna næsta vetur.

Kvennalið KA hefur ekki náð miklum hæðum undanfarin tímabil en liðið inniheldur þó marga unga leikmenn. Liðið spilaði vel undir lok síðasta tímabils en tapaði fyrir Stjörnunni í úrslitakeppninni. KA stefnir eflaust hærra á næsta tímabili og er Helena mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök.