[sam_zone id=1]

Lið ársins í Mizunodeild kvenna hjá blakfréttum

Við hér á blakfréttum gerðum nýliðið tímabil upp á síðunni okkar nú um dagin og hér á næstu dögum ætlum við að birta niðurstöður okkar.
Við gerðum upp tímabilið með því að velja bestu leikmenn og þjálfara í hvorri deild fyrir sig ásamt því að velja lið ársins.
Við tökum það einnig fram að þetta val er ekkert skilt við árlegt val BLÍ enda hefur engin okkar atkvæðarétt þar heldur er þetta einungis pennarnir hér á þessari síðu sem hafa valið hver fyrir sig.

Við birtum nú lið ársins í Mizundeild kvenna:

Uppspilari: Ana Maria Vidal Bouza

Eins og hjá körlunum var dómnefnd einnig sammála um uppspilara ársins en það var Ana Maria hjá þreföldum meisturum Þróttar Nes. sem hneppti hnossið. Anar Maria hefur átt frábært tímabil og verið einn besti leikmaður deildarinnar og hefur hún verið einn af máttarstólpunum í frábæru Þróttara liði í vetur.

Kanntar: Paula Del Olmo Gomez og Helena Kristín Gunnarsdóttir

Paula var eins og liðsfélagi sinn Ana Maria með fullt hús í kjörinu og er hún vel að því komin. Eins og Ana Maria hefur hún verið einn af bestu leikmönnum deildarinnar og átti stóran þátt í þessum frábæra árangri Þróttar.
Helena Kristín er einnig í liði ársins en hún kom til liðsins á miðju tímabili eftir að hafa dvalið undanfarinn ár í Bandaríkjunum. Hún átti mikið í árangri vetrarins þrátt fyrir að spila einungis hálft tímabil og er verðskuldað í liði ársins.

Miðja: Hanna María Friðriksdóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir

Hanna María hóf leik með liði HK í vetur áður en hún hélt til Noregs og lék með Tromsø í nokkra mánuði. Þrátt fyrir að leika ekki allt tímabilið hér heima er hún með næstflestar hávarnir í deildinni og með besta hlutfall hávarna miðað við spilaðar hrinur.
Fjóla Rut hefur leikið lengi í efstu deild og ávalt skilað sínu. Árið í ár var engin undantekning og var Fjóla með flest stig úr hávörn í deildinni í vetur.

Díó: Erla Rán Eiríksdóttir

Hér var einnig einróma álit dómnefndar og fékk Erla fullt hús stiga. Erla átti mjög gott tímabil með Stjörnunni þar sem hún skoraði 382 stig. Það reyndi síðan enn meira á hana eftir að Stjarnan missti útlendingana sína en Erla hjálpaði liðinu þrátt fyrir það í undanúrslit íslandsmótsins.

Frelsingi: Kristina Apostolova
Kristina átti stórgott tímabil í ár með liði sínu Aftureldingu og stýrði hún vörn og móttöku liðsins mjög vel í vetur.

Aðrir sem fengu atkvæði í lið ársins.
Hjördís Eiríksdóttir, Sladjana Smiljanic, Særún Birta Eiríksdóttir, Maria Pana og Valdís Kapitola Þorvarðardóttir.

Svona lítur lið ársins út í Mizundeild kvenna tímabilið 2017/2018 samkvæmt okkur hér á blakfréttum og óskum við þeim sem komust í liðið innilega til hamingju með það.