[sam_zone id=1]

Lið ársins í Mizunodeild karla hjá blakfréttum

Við hér á blakfréttum gerðum nýliðið tímabil upp á síðunni okkar nú um dagin og hér á næstu dögum ætlum við að birta niðurstöður okkar.
Við gerðum upp tímabilið með því að velja bestu leikmenn og þjálfara í hvorri deild fyrir sig ásamt því að velja lið ársins.
Við tökum það einnig fram að þetta val er ekkert skilt við árlegt val BLÍ enda hefur engin okkar atkvæðarétt þar heldur er þetta einungis pennarnir hér á þessari síðu sem hafa valið hver fyrir sig.

Við byrjum á því að birta lið ársins í Mizundeild karla:

Uppspilari: Filip Szewczyk

Það var einróma val hér á síðunni um uppspilara ársins þar varð fyrir valinu uppspilari þrefaldra meistara KA Filip Szewczyk. Filip átti mjög gott tímabil og vann hann eins og áður sagði alla titla ársins og stýrði hann spili KA manna meistarlega í vetur.

Kanntar: Ævarr Freyr Birgisson og Lúðvík Már Matthíasson

Ævarr Freyr fékk einnig fullt hús stiga í kjörinu á liði ársins og er hann vel að því kominn. Hann skoraði 222 stig í vetur og var fyrirliði KA einn af máttastólpum liðsins.
Lúðvík Már er einnig í liði ársins og hefur þetta verið mjög gott ár hjá Lúðvík, þetta er í fyrsta sinn sem Lúðvík leikur á kanntinum en hann hefur áður spilað sem uppspilari. Hann skoraði 173 stig í vetur en ásamt því var hann einn besti móttökumaður HK liðsins.

Miðja: Gary House og Mason Casner

Gary og Mason fengu yfirburðakosningu sem miðjur ársins og var einungis eitt atkvæði sem fór ekki á þá tvo. Báðir voru máttastólpar í sínu liði og voru með stigahæstu mönnum deildarinnar.

Díó: Miguel Mateo Castrillo
Það var mikil barrátta hér á milli Miguel Mateo og Quentin Moore en að lokum hafði Miguel betur og tekur sæti í liði ársins. Hann er vel að því kominn en hann var einn besti leikmaður deildarinnar í vetur og var hann langstigahæsti leikmaðurinn með 565 stig.

Frelsingi: Arnar Birkir Björnsson
Arnar átti stórgott tímabil í ár með liði sínu HK og stýrði hann vörn og móttöku liðsins mjög vel í vetur.

Aðrir sem fengu atkvæði í lið ársins.
Sigþór Helgason, Alexander Arnar Þórisson, Quentin Moore, Ragnar Ingi Axelsson og Gunnar Pálmi Hannesson

Svona lítur lið ársins út í Mizundeild karla tímabilið 2017/2018 samkvæmt okkur hér á blakfréttum og óskum við þeim sem komust í liðið innilega til hamingju með það.