[sam_zone id=1]

PGE Skra Bełchatów Pólskir meistarar

PGE Skra Bełchatów urðu í gær Pólskir meistarar eftir 3-1 sigur á Zaksa Kędzierzyn Koźle í 2.leik liðanna um Pólska meistaratitilinn. Bełchatów unnu fyrri leikinn 3-0.

Bełchatów enduðu í 2.sæti í deildarkeppninni 3 stigum á eftir Zaksa og komu því beint inní undanúrslit í úrslitakeppninni þar sem þeir mættu Trefl Gdansk sem sem hafði endaði í 3.sæti. Bełchatów hafði betur í þeirri viðureign 2-0 (3-2 og 3-2).

Zaksa enduðu í 1.sæti í deildarkeppninni og komu því einnig beint inní undanúrslit og mættu Indykpol AZS Olsztyn sem hafði endaði í 5.sæti í deildarkeppninni. Zaksa hafði betur í því einvígi 2-0 (3-2 og 3-2).

Það voru því efstu tvö lið deildarkeppninnar sem börðust um Pólska meistaratitilinn en vinna þurfti tvo leiki til að verða meistarar. Bełchatów fóru vel af stað og unnu fyrri leik liðanna 3-0 á heimavelli. Bełchatów beið svo erfitt verkefni í seinni leiknum á heimavelli Zaksa fyrir framan rúmlega 3.500 áhorfendur. Þrátt fyrir erfiða byrjun þá voru Bełchatów hinsvegar ekki í miklum vandræðum og unnu leikinn 3-1 og tryggðu sér þar með Pólska meistaratitilinn árið 2018 en 4 ár eru síðan Bełchatów varð síðast Pólskur meistari.