[sam_zone id=1]

Úrslitaeinvígi kvenna hefst í kvöld

Í kvöld fer af stað úrslitaeinvígi milli Aftureldingar og Þróttar Neskaupstað um Íslandsmeistaratitil kvenna 2018.

Afturelding og Þróttur Nes mætast í einvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna árið 2018 en fyrsti leikur liðanna fer fram í Íþróttahúsinu í Neskaupstað kl 20:00 í kvöld.

Afturelding hefur 3 sinnum orðið Íslandsmeistari kvenna en fyrst urðu þær Íslandsmeistarar árið 2012. Alltaf hefur liðið eitt tímabil á milli og kom því næsti titill 2014 og svo sá þriðji árið 2016. Það ætti því að vera kominn tími á næsta Íslandsmeistaratitil hjá Aftureldingu.

Þróttur Nes hefur orðið Íslandsmeistari 8 sinnum en fyrst urðu þær Íslandsmeistarar árið 1996. Síðasti Íslandsmeistaratitil kom árið 2013 en verði Þróttur meistari í ár þá jafna þær Víking yfir flesta Íslandsmeistaratitla eða 9 talsins.

Leikjaplan liðanna er eftirfarandi:

16. apríl. Þróttur Nes – Afturelding 20:00 , Neskaupstaður
18. apríl. Afturelding – Þróttur Nes 20:00 , Varmá
20. apríl. Þróttur Nes – Afturelding 20:00 , Neskaupstaður
22. apríl. Afturelding – Þróttur Nes 14:00 , Varmá
24. apríl. Þróttur Nes – Afturelding 20:00 , Neskaupstaður